5. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. október 2013 kl. 10:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:12
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:00
Róbert Marshall (RM) fyrir BP, kl. 10:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:00
Þorsteinn Magnússon (ÞM) fyrir SigrM, kl. 10:00

ÖJ og VBj boðuðu forföll og PHB var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Ábending umboðsmanns Alþingis um tilmæli stjórnvalda. Kl. 10:00
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson frá umboðsmanni Alþingis. Umboðsmaður fór yfir bréf sem hann sendi Alþingi til að vekja athygli á umfjöllun í tveimur álitum og lúta að notkun á hugtakinu ,,tilmæli“ af hálfu stjórnvalda og ábendingu til Alþingis um að með hliðsjón af réttaröryggissjónarmiðum verði þess gætt að hugtakið sé í lögum aðeins notað yfir óskuldbindandi tilmæli stjórnvalda til borgaranna. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna ásamt Hafsteini Dan.

2) Þjónustusamningar við öldrunarheimili. Ábending frá Ríkisendurskoðun Kl. 10:44
WÞÞ framsögumaður málsins gerði grein fyrir efni minnisblaðs frá velferðarráðuneyti til nefndarinnar um stöðu þjónustusamninga við öldrunarheimili og nefndin fjallaði um málið.

3) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55